Þú ert hérna:
 

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Einhverfusamtakanna verður lokuð frá 14. til 20. september. Ef þörf er á er hægt að hringja í Sigrúnu í síma 8972682 eða senda tölvupóst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  og munum við hafa samband.

 

 

Foreldrahópar í Reykjavík í september

 
Foreldrar barna á einhverfurófi í leikskólum og grunnskólum/framhaldsskólum munu hittast miðvikudagskvöldið 7. september klukkan 20:00 að Háaleitisbraut 13, í fundarherbergi á 2. hæð.
 
Fundirnir eru öllum opnir, ekki þarf að tilkynna þátttöku.
 

Akureyri - Opinn fyrirlestur

Fimmtudaginn 1. september, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur á Akureyri. Fyrirlesturinn verður í sal Brekkuskóla v/Skólastíg á Akureyri og hefst klukkan 20:00

Dagskrá:
Kl. 20:00 Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD kynnir ADHD samtökin

Kl. 20:10 Sigurrós Gunnarsdóttir forstöðumaður foreldraráðgjafar kynnir starfsemi Sjónarhóls

Kl. 20:30 Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur
Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður yfir sitt lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfurófi og inniheldur hann í stórum dráttum eftirfarandi atriði:

• Sagan fram að greiningu
• Greiningaferlið og hvers vegna það fer ekki fyrr af stað
• Tilfinningarússíbani foreldra – frá vanmætti til gleði
• Á að segja frá?
• Samstarf við skóla
• Stóri lærdómurinn
• Kynning á Ég er unik verkefninu

Fyrirlesturinn er fyrir alla áhugasama um ADHD, einhverfu og fjölbreytileikann.

Einnig þá sem vilja: 
• Fá innblástur í hverdagsleikann. 
• Skilja betur sjónarmið foreldra. 
• Fá dæmisögur af "out of the box" hugsun
• Fá reynslusögur af árangursríku samstarfi við skóla
• ...svo eitthvað sé nefnt

Aðalmarkmiðið er að veita innblástur og breyta viðhorfum um staðalímyndir í léttri og notalegri stemmningu.

Fyrirlesturinn byrjar stundvíslega kl.20:00

Salur Brekkuskóla v/Skólastíg á Akureyri
Aðgangur ókeypis – Allir velkomnir

 

Opinn fyrirlestur - ÉG ER UNIK

 
 

Miðvikudaginn 31. ágúst, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á opinn fyrirlestur.

Dagskrá:
Kl. 20:00 

-Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD kynnir ADHD samtökin

-Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna kynnir Einhverfusamtökin

-Sigurrós Gunnarsdóttir forstöðumaður foreldraráðgjafar kynnir starfsemi Sjónarhóls

 

Kl. 20:30 Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur

Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður yfir sitt lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfurófi og inniheldur hann í stórum dráttum eftirfarandi atriði:

• Sagan fram að greiningu
• Greiningaferlið og hvers vegna það fer ekki fyrr af stað
• Tilfinningarússíbani foreldra – frá vanmætti til gleði
• Á að segja frá?
• Samstarf við skóla
• Stóri lærdómurinn
• Kynning á Ég er unik verkefninu

Fyrirlesturinn er fyrir alla áhugasama um ADHD, einhverfu og fjölbreytileikann.

Einnig þá sem vilja: 
• Fá innblástur í hverdagsleikann. 
• Skilja betur sjónarmið foreldra. 
• Fá dæmisögur af "out of the box" hugsun
• Fá reynslusögur af árangursríku samstarfi við skóla
• ...svo eitthvað sé nefnt

Aðalmarkmiðið er að veita innblástur og breyta viðhorfum um staðalímyndir í léttri og notalegri stemmningu.

Fyrirlesturinn byrjar stundvíslega kl.20:00

Fundarsalur 4.hæð - Háaleitisbraut 13
Aðgangur ókeypis – Allir velkomnir

 

REYKJAVÍKURMARAÞON íSLANDSBANKA

11939104 10206674895244759 304512102 n
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 sem fer fram þann 20. ágúst.  
Einhverfusamtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/28/einhverfusamtokin 
 
Þessi söfnun áheita er stærsta fjáröflun Einhverfusamtakanna og því mikilvæg fyrir starfsemina.
Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum. Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is. Í skráningarferlinu er hægt að velja eitt af skráðum góðgerðafélögum en Einhverfusamtökin eru eitt þeirra, og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni. Einnig geta skráðir hlauparar farið inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum.
 
Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara.
 
Um leið og við hvetjum sem flesta til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka minnum við á áheitasöfnun því samfara. Við verðum með boli með merki samtakanna á skrifstofu Einhverfusamtakanna 15.-19. ágúst sem hlauparar geta fengið gefins. Þessir bolir eru úr Dri-Fit efni og góðir í hlaup og ræktina.
 

Fleiri greinar...

Síða 1 af 28