Lagabreytingartillaga Hákonar Jóhannessonar

                                                                                                 Kópavogur 29.2.2020
Til stjórnar Einhverfusamtakanna
Frá Hákon Jóhannesson


Lagabreytingartillaga fyrir aðalfund 2020


6. gr.laga Einhverfusamtakanna orðast þannig í dag


Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, sem kjörnir skulu á aðalfundi til tveggja ára í senn. Annað hvert ár skulu kjörnir tveir í stjórn. Skal annar þeirra vera formaður stjórnar og skal hann kjörinn sérstaklega til þeirra starfa. Hitt hvert árið skulu kjörnir þrír til setu í stjórn. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti en hvað formann varðar. Hvert ár skal kjörinn einn varamaður í stjórn til tveggja ára.


Enginn má sitja í stjórn sem aðalmaður lengur en þrjú kjörtímabil samfellt.
Stjórn félagsins kveður félagsmenn til starfa í ýmsum nefndum, m.a. fræðslunefnd, skólanefnd, atvinnu- og tómstundanefnd og fjáröflunarnefnd, starfshópum eða sem fulltrúa á vegum félagsins eftir tilmælum aðalfundar og því sem verkefni félagsins gefa tilefni til. Nefndirnar og starfshópar skulu vera stjórn félagsins til ráðuneytis og aðstoðar við þau verkefni sem þeim eru falin af stjórninni.
Aðalfundur kýs til tveggja ára í senn tvo skoðunarmenn ársreikninga.


6. gr. laganna skal orðast svo eftir breytingu:
(Breytingar með þykkt/undirstrikun)


Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, sem kjörnir skulu á aðalfundi til tveggja ára í senn. Annað hvert ár skulu kjörnir þrír í stjórn. Skal einn þeirra vera formaður stjórnar og skal hann kjörinn sérstaklega til þeirra starfa. Hitt hvert árið skulu kjörnir fjórir til setu í stjórn. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti en hvað formann varðar. Hvert ár skulu kjörnir tveir varamenn í stjórn til tveggja ára.


Enginn má sitja í stjórn sem aðalmaður lengur en þrjú kjörtímabil samfellt.
Stjórn félagsins kveður félagsmenn til starfa í ýmsum nefndum, m.a. fræðslunefnd, skólanefnd, atvinnu- og tómstundanefnd og fjáröflunarnefnd, starfshópum eða sem fulltrúa á vegum félagsins eftir tilmælum aðalfundar og því sem verkefni félagsins gefa tilefni til. Nefndirnar og starfshópar skulu vera stjórn félagsins til ráðuneytis og aðstoðar við þau verkefni sem þeim eru falin af stjórninni.
Aðalfundur kýs til tveggja ára í senn tvo skoðunarmenn ársreikninga.

Megin röksemdafærslur fyrir aukningu fjölda stjórnarmanna úr fimm í sjö:


1. Í gangi er stefnumótunar- og umbótastarf og ráðning nýs starfsmanns í hálft stöðugildi. Þetta mun
að öllum líkindum verða til þess að umfang starfsseminnar eykst enn frekar og kallar það einfaldlega
á fleiri í stjórn. Mig langar til að það komi skýrt fram það mat mitt að það er aðdáunarvert hve
umfangsmikið og fjölbreytt starf samtakanna er í dag – sé tekið mið af fjölda stöðugilda og fjölda
sjálfboðaliða og sést hér í þessari greinargerð. https://www.einhverfa.is/static/files/efni/skyrslurstjorna/
skyrsla-stjornar-einhverfusamtakanna-11.4.2019.pdf
2. Einhverfusamtökin eru samtök mjög fjölbreytts hóps félaga: einhverfra, auk aðstandenda,
áhugamanna og fagfólks og ég tel að stjórnin sé of lítil til að ná utan um og endurspegla þennan hóp.
Eins og fram kemur í lögum samtakanna: „Félagar geta verið; einhverfir, aðstandendur þeirra, fagfólk
er sinnir þjónustu við þá og annað áhugafólk um velferð einhverfra.“
3. Mætingar félaga í stjórn á stjórnarfundi hafa verið mismunandi. Forföll eru boðuð reglulega vegna
aðstæðna sem að viðkomandi stjórnarmaður hefur enga stjórn á og getur því ekki mætt. Fundum
hefur verið frestað vegna anna félaga. Það blasir því við að mínu mati - skv. reynslunni - að 5 manna
stjórn er of lítil, sérstaklega í ljósi þessara forfalla, til þess að tryggja öflugt samtal stjórnarmanna á
öllum stjórnarfundum, en slíkt er forsenda árangurs og að koma að sjónarmiðum „fulltrúum“
félagsmanna. Séu t.a.m. 2 fjarverandi eru 3 aðalmenn á fundi auk framkvæmdastjóra.