Að upplýsa barnið um einhverfu

Hér eru slóðir á fræðsluefni sem hægt er að nota við að útskýra fyrir barninu hvað einhverfa er. Einnig getur hentað að biðja það fagfólk sem kom að greiningu barnsins um ráð, eða fá fagaðila til að útskýra einhverfuna.

Á vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er ýmist efni sem hægt er að styðjast við þegar einhverfa er útskýrð fyrir börnum. 

http://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1/hvernig-a-ad-segja-barni-sinu-fra-roskuninni

Íslenskt myndband (teiknimyndir) sem móðir gerði til að útskýra einhverfu fyrir syni sínum. Sagan mín - um einhverfurófið
Myndband: Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Lag: Ágúst Óskar Gústafsson
Teikningar: Sif Hjaltdal Pálsdóttir
 
Myndband þar sem einhverfa er útskýrð á einfaldan hátt: Frábærir hlutir gerast (Amazing Things Happen)
 

Myndbönd frá Bláum apríl - Styrktarfélagi barna með einhverfu. María og Dagur, með aðstoð Ævars vísindamanns, segja frá því hvernig það er að vera einhverfur. María útskýrir einhverfu - Einhverfa er alls konar og Dagur útskýrir einhverfu - Einhverfa er alls konar

 
Tillögur frá ASAN, Autistic Self Advocacy Network, um hvernig hægt sé að upplýsa börn um einhverfugreiningu sína: Telling your child they are autistic
 
Á vef Indiana Resource Center for Autism er að finna þessa grein: Getting Started: Introducing Your Child to His or Her Diagnosis of Autism or Asperger Syndrome. Þar er fjallað um hversu mikilvægt það er fyrir barnið að fá að vita um einhverfugreiningu sína.
 

Dæmi um bækur sem Einhverfusamtökin eru með til útláns:  

Frík, nördar og aspergersheilkenni og I am special.

Enn fleiri myndbönd er svo að finna á síðunni Myndbönd
 
Til að fræða bekkjarfélaga
Best er að barnið/ungmennið, foreldrar og kennari ræði saman hvernig best væri að fræða bekkjarfélagana, hverju vill barnið koma á framfæri? Sum börn hafa sjálf tekið að sér að fræða bekkinn, sagt frá sjálfum sér og einhverfunni en sumir fá kennarann til þess. Flestir nota fræðslumyndbönd til að sýna, aðrir glærur og svo er hægt að nota rafræna útgáfu af persónulegu fræðslubókunum frá egerunik.is ef hún er til.