Hér eru slóðir á fræðsluefni sem hægt er að nota við að útskýra fyrir barninu hvað einhverfa er. Einnig getur hentað að biðja það fagfólk sem kom að greiningu barnsins um ráð, eða fá fagaðila til að útskýra einhverfuna.
Á vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er ýmist efni sem hægt er að styðjast við þegar einhverfa er útskýrð fyrir börnum.
Myndbönd frá Bláum apríl - Styrktarfélagi barna með einhverfu. María og Dagur, með aðstoð Ævars vísindamanns, segja frá því hvernig það er að vera einhverfur. María útskýrir einhverfu - Einhverfa er alls konar og Dagur útskýrir einhverfu - Einhverfa er alls konar
Dæmi um bækur sem Einhverfusamtökin eru með til útláns:
Frík, nördar og aspergersheilkenni og I am special.