Bækur á íslensku

Bækur á íslensku sem fjalla um einhverfu eða annað gagnlegt efni

Öðruvísi, ekki síðri

Öðruvísi, ekki síðri
Bókin er skýr og skorinorð, skemmtilega skrifuð, og síðast en ekki síst gríðarlega góð handbók um flest ef ekki allt sem snýr að einhverfu.

 

Litróf einhverfunnar
Litróf einhverfunnar 
Bókin er samin af starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og gefin út af Háskólaútgáfunni. Ritstjórar eru Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen. Fjallað er um greiningu á einhverfu, orsakir hennar og meðraskanir, framvindu og horfur, meðferð, þjónustu, fjölskyldur, líf og reynslu einhverfra. Sjónum er einkum beint að börnum og unglingum, en þó einnig að öðrum aldurshópum. Bókin fæst hjá Einhverfusamtökunum.
 
 
Önnur skynjun - ólík veröld
Önnur skynjun - ólík veröld
Lífsreynsla fólks á einhverfurófi
Í bókinni leitar Jarþrúður Þórhallsdóttir, fötlunarfræðingur og sjúkraþjálfari, skýringa á erfiðleikum fólks á einhverfurófi. Hún rekur sögu þeirra sjónarmiða og kenninga sem hingað til hafa ráðið för í rannsóknum á einhverfu og greinir frá eigin rannsókn sem hún gerði í fötlunarfræðum við Háskóla íslands. Bókin fæst hjá Einhverfusamtökunum.
 
 
Frík, nördar og aspergersheilkenniFrík, nördar og aspergersheilkenni
Luke Jackson er með Aspergersheilkenni og skrifaði þessa bók þegar hann var 13 ára gamall.
Bókin var gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin (þá Umsjónarfélag einhverfra). 
 
 
Dyrnar opnast - frá einhverfu til doktorsnafnbótarDyrnar opnast - frá einhverfu til doktorsnafnbótar
Bók eftir Temple Grandin sem er einhverf og skrifaði hún um
einhverfuna út frá eigin sjónarhorni. Bókin fæst hjá Einhverfusamtökunum
 
 
 
Sá einhverfi og við hinSá einhverfi og við hin
Bók eftir íslenska móður um lífið og tilveruna með einhverfu barni.
 
 
 
 
Hér leynist drengurHér leynist drengur
Í bókinni segja mæðginin Judy og Sean Barron frá reynslu þeirra af einhverfu Seans. 
 
 
 
 
Kæri GabríelKæri Gabríel
Bréf föður til sjö ára einhverfs sonar síns.
 
 
 
 

Furðulegt háttarlag hunds um nóttFurðulegt háttalag hunds um nótt
Skáldsaga skrifuð út frá sjónarhóli einhverfs drengs.
 
 
 
 
 
Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður - að eiga fatlað barn eða langveiktSetjið súrefnisgrímuna fyrst á yður - að eiga fatlað barn eða langveikt
Bók sem fjallar um það að eiga fatlað barn.
 
 
 
 
Bókin um einhverfuBókin um einhverfu
Bókin er þýðing og staðfæring á bókinni The Autism Book: Answers to Your Most Pressing Questions eftir Jhoanna Robledo og Dawn Ham-Kucharski, en Jhoanna hefur skrifað mikið um heilbrigðismál en Dawn er móðir einhverfs barns. Um þýðingu og staðfæringur sáu Eiríkur Þorláksson og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. 
 
 
Baráttan fyrir börnin - Reynslusaga móður um einhverfu.
Baráttan fyrir börnin - Reynslusaga móður um einhverfu. 
Bók eftir móður tveggja einhverfra barna um baráttuna fyrir framförum. 

 

 

Bókin er ætluð börnum og unglingum, en er í raun góð lesning fyrir hvern sem er.
 
 
 
 
Bókin Ráð handa kvíðnum krökkum – Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða var gefin út af Tourette-samtökunum á Íslandi í september 2016 ásamt tilheyrandi krakkavinnubók þar sem efnið er gert aðgengilegt fyrir börn.
 

 

Bæklingar um ADHDBæklingar um ADHD hjá ADHD samtökunum

 

 

 
Bæklingar og bækur til sölu hjá Einhverfusamtökunum
 Bæklingar og bækur sem eru til sölu hjá Einhverfusamtökunum