PECS (The Picture Exchange Communication System) er myndrænt boðskiptakerfi sem aðallega hefur verið notað með börnum með einhverfurófsröskun, sem hafa takmarkaða eða enga boðskiptafærni og búa ekki yfir færni til að nota talmál til að tjá sig. Boðskiptakerfið hentar einstaklingum með röskun á einhverfurófi, frá leikskólaaldri og upp í fullorðinsaldur. Aðferðin er talin heppileg fyrir börn á öllum þroskaaldri, með slaka boðskiptafærni og málþroska. Ekki er krafist sérstakrar undirstöðufærni hjá barninu né talmáls við upphaf þjálfunar. Með PECS boðskiptaþjálfun er lögð höfuðáhersla á þjálfun frumkvæðis til boðskipta og málhegðun en ekki talmál. Aukin boðskiptafærni barna eftir PECS þjálfun hefur hinsvegar haft jákvæð áhrif á þróun talmáls.
Í Facebook grúbbunni Myndrænt boðskiptakerfi (PECS) er hægt að fá upplýsingar um námskeið í pecs.
Hægt að panta myndir og ýmislegt þessu tengt á þessum síðum: pecs.com og difflearn.com
Texti fenginn af vef Ráðgjafar- og greiningarstöðvar: http://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/thjalfunar-og-kennsluadferdir/pecs-myndraent-bodskiptakerfi