Fullorðnir

Þjónusta sveitarfélaga
Í dag er þjónusta við fatlað fólk að stærstum hluta hjá sveitarfélögum má þar nefna liði eins og fjárhags- og húsnæðisaðstoð, notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), akstursþjónustu og fleira.
  • Þjónusta við fatlað fólk, upplýsingar á vef Sjalfsbjargar. Skoðaðu þitt þjónustusvæði á korti.
  • Aksturs-/ferðaþjónusta sveitarfélaga. Reglur um akstursþjónustu eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Upplýsingar er að finna hjá félagsþjónustunni í viðkomandi sveitarfélagi.
Húsnæðismál
Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og koma í staðinn fyrir almennar húsaleigubætur. Búið er að opna fyrir rafrænar umsóknir á vefnum  www.hms.is Þar er líka reiknivél til að reikna rétt til húsnæðisbóta eftir nýju reglunum.
Á vef ÖBÍ og vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar er að finna ýmsar upplýsingar um húsnæðismál.
 
Atvinna með stuðningi - Ráðgjöf vegna skertrar starfsgetu 
Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu við öryrkja og aðra atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Þjónustan er tvískipt og fer eftir þjónustuþörf hvers og eins.  Annars vegar er um að ræða sérhæfða ráðgjöf og stuðning við atvinnuleitina og hins vegar þjónustu AMS, „Atvinnu með stuðningi“ sem felst í aðstoð við atvinnuleitina og stuðning og eftirfylgd á vinnustað.
Nánari upplýsingar er að finna hjá Vinnumálastofnun.
 
Specialisterne
Markmið Specialisterne á Íslandi er að meta og þjálfa einstaklinga á einhverfurófinu og veita þeim tækifæri til atvinnuþátttöku við ýmis störf eins og hugbúnaðarprófanir, skráningarstörf og önnur fjölbreytt störf þar sem styrkleikar þeirra nýtast.
 
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Þjónusta VIRK starfsendurhæfingarsjóðs er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Sjóðurinn er með starfsstöðvar víða um land.
 
Janus 
Hjá Janusi endurhæfingu fer fram starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.
 
Hringsjá
Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.
 
Fjölmennt
Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fatlað fólk, 20 ára og eldra. Markmiðið er að bjóða fötluðu fólki upp á ráðgjöf varðandi símenntun bæði innan Fjölmenntar sem og hjá samstarfsaðilum Fjölmenntar. Fjölmennt er í samstarfi við allar símenntunarstöðvar á landsbyggðinni. Stöðvarnar skipuleggja nám fyrir fatlað fólk hver á sínu svæði. Öll umsjón og framkvæmd námstilboða er á vegum stöðvanna.
 
Hlutverkasetur
Markmið Hlutverkasetursins er að styðja þau sem misst hafa hlutverk við að ná þeim aftur eða uppgötva ný, og auka þar með þátttöku í samfélaginu.
 
Hugarafl 
Hugarafl er með ráðgjöf og eftirfylgd til fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra.