Fræðsluerindi

Einhverfusamtökin bjóða upp á fræðsluerindi fyrir skóla, atvinnulífið og aðra aðila sem áhuga hafa á að fræðast um einhverfu. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir annast fræðslustarf samtakanna. Boðið er upp á að koma með fræðslu á staðinn en einnig er hægt að notast við Zoom, Teams eða önnur fundaforrit.

Fræðslan miðar að því að auka skilning og þekkingu á einhverfurófinu og þar með stuðla að bættum samskiptum og líðan, hvort sem er í skóla, vinnu eða lífinu almennt. Fræðsla um einhverfu er mikilvægur hluti af sí- og endurmenntun fyrir starfsfólk í skólum, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu, sem og stjórnendur í atvinnulífinu. 

Glærur frá fyrirliggjandi fræðsluerindum eru aðgengilegar hér á heimasíðunni (smellið á mynd), en einnig er sjálfsagt að sníða kynningar að þörfum á hverjum stað fyrir sig. Fræðsluerindin taka að jafnaði 40-60 mínútur með umræðum. Verð fyrir stakt erindi er 40 þúsund krónur og verð fyrir tvöfalda fræðslu er 60 þúsund krónur. 

        

         Mynd af forsíðu Skynvænt umhverfi    

Einhverf í heilbrigðiskerfinu glærur         Mynd af forsíðu Einhverfar mæður 

Einhverfa, vöxtur og þroski     Forsíða PDA fræðslu