- 10 stk.
- 13.12.2019
Þann 3. desember á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks hlutu Einhverfusamtökin bæði Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar og Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir heimildarmyndina “Að sjá hið ósýnilega”. Viljum við þakka kvikmyndagerðarfólkinu Bjarney Lúðvíksdóttur og Kristjáni Kristjánssyni fyrir einstaklega fallega mynd, ritnefndin fær þakkir fyrir vel unnin störf en sérstakar þakkir fá einhverfu konurnar 17 sem fram komu og sögðu sögur sínar. Það þarf mikið hugrekki til að stíga fram og fjalla um jafn viðkvæm málefni og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Jólafundur Einhverfusamtakanna var svo haldinn um kvöldið. Hjónin Valgeir Bjarnason og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir héldu fyrirlestur um hjónaband sitt og hvernig er að lifa við einhverfu og ýmislegt annað. Um sigra og ósigra, ástina og lífið. Góð mæting var og mikil ánægja með fyrirlesturinn. Þökkum við þeim kærlega fyrir.