Kæru Hugsuðir!
Næsti tími okkar verður í Mini-Garðinum (https://www.minigardurinn.is/), fimmtudaginn 21. nóvember kl: 17:30-19:30. Í Mini-Garðinum er skemmtilegur 18 holu mini-golfvöllur með allskonar áskorunum. Eftir golfið fáum við hamborgara, franskar og gos á staðnum.
Hver og einn þarf að koma með 3.995 kr. Þau sem hafa áhuga mega senda á mig og staðfesta komu sína !
Svo er desember framundan þar sem við verðum í jólastuði. Nánar um það síðar! Það hefur mikið verið óskað eftir að fara í Lasertag og get ég staðfest það að við förum í Lasertag í janúar, vúhú!
Hlökkum til að sjá ykkur !
- Aron, Berglind, Hrafnkatla og Jimi