Hugsuðir - Unglingahópur

Kæru Hugsuðir!

Næsti tími okkar saman verður fimmtudaginn 23. janúar kl. 17:30 - 19:00 í Skemmtigarðinum í Smáralind. Í tímanum ætlum við að fara í Lasertag (50 mínútur). Eftir Lasertag fáum við pizzu og gos. Gerum ráð fyrir að tíminn verði örlítið styttri en vanalega. Við ættum að klára um 19:00. 

Verð á mann eru: 4.290 kr

Ef þið ætlið að mæta þá megiði staðfesta mætingu með að senda tölvupóst. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

-Aron, Berglind, Hrafnkatla og Jimi