Listsýning Einhverfusamtakanna dagana 5. – 6. apríl 2025
Yfirskrift sýningar er Marglitur mars og er þessi viðburður haldinn nú fjórða árið í röð.
Móttökur hafa verið frábærar en hugmyndin á bak við verkefnið byggir á fjölbreytileika einhverfurófsins og þeirri margbreytilegu listsköpun og frumleika sem þar er að finna. Í forgrunni er fjölbreyttur hópur listafólks og skapandi einstaklinga á einhverfurófi og verður verkum þeirra leyft að tala. Listformið er fjölbreytt, myndlist, flutningur ofl.
Opnunartími báða dagana er kl. 12-16.