Aðalfundur Einhverfusamtakanna 27. apríl 2023.

Aðalfundur Einhverfusamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2023, klukkan 20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, salur á 4. hæð.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 7. grein samþykkta Einhverfusamtakanna fta.

a)      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

b)      Skýrsla stjórnar um störf félagsins á starfsárinu sem er að ljúka.

c)      Ársreikningur síðastliðins árs lagður fram og borinn upp til samþykktar.

d)      Breytingar á samþykktum félagsins, ef við á.

e)      Afgreiðsla á tillögu um slit félagsins, ef við á.

f)       Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta starfsár.

g)      Kjör stjórnar.

h)      Kjör skoðunarmanna ársreikninga.

i)       Önnur mál.

Hér er hlekkur á samþykktir Einhverfusamtakanna fta.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og kynna sér starfsemi samtakanna, taka sameiginlegar ákvarðanir um þau málefni sem framundan eru hjá samtökunum. Það þarf sífellt að vera vakandi vegna málefna einhverfra, og því áríðandi að sem flestir taki þátt í félagsstarfinu.


  Kær kveðja, stjórn Einhverfusamtakanna.