21.10.2021
Athvarf í stað refsingar - um aðskilnað nemenda í skólum
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir verkefnastjóri fræðslumála hjá Einhverfusamtökunum ritaði eftirfarandi grein í kjölfar umræðu um gul og rauð herbergi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
"Umboðsmaður Alþingis hefur nú, annað árið í röð, óskað eftir upplýsingum frá fræðsluyfirvöldum um aðskilnað barna frá samnemendum sínum og vistun þeirra í sérstökum rýmum grunnskóla.