Fréttir

Félagsþjónusta og önnur þjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.

Einhverfusamtökin boða til fundar á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, fimmtudaginn 14. nóv. Kl. 13-15. Óskum við eftir þátttöku fullorðinna einhverfra. Tilgangur fundarins er að safna upplýsingum fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um hvaða þjónusta stendur fullorðnum einhverfum til boða og hvernig hægt er að koma betur til móts við þarfir hópsins.
Lesa fréttina Félagsþjónusta og önnur þjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.

Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna

Neyðarástand í skólamálum einhverfra barna. Í fréttum í september var fjallað um 11 börn sem var synjað um inngöngu í Klettaskóla og var m.a. viðtal við móður einhverfs drengs. Í ljósi þess vilja Einhverfusamtökin vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í skólamálum einhverfra barna. Ár eftir ár hafa verið slegin met hjá Reykjavíkurborg í að synja einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Undanfarin ár hefur 30-38 einhverfum börnum verið synjað um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum vegna plássleysis.
Lesa fréttina Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna