Fréttir

Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna

Neyðarástand í skólamálum einhverfra barna. Í fréttum í september var fjallað um 11 börn sem var synjað um inngöngu í Klettaskóla og var m.a. viðtal við móður einhverfs drengs. Í ljósi þess vilja Einhverfusamtökin vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í skólamálum einhverfra barna. Ár eftir ár hafa verið slegin met hjá Reykjavíkurborg í að synja einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Undanfarin ár hefur 30-38 einhverfum börnum verið synjað um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum vegna plássleysis.
Lesa fréttina Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna