12.10.2022
Sigrún Birgisdóttir
Hvar er best að byrja? Fræðslukvöld með Virpi Jokinen fyrir félagsmenn Einhverfusamtakanna.
Fræðslufundur fimmtudaginn 13. október klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Megináhersla erindisins er á hvernig skipulag nýtist sem verkfæri í átt að bættri líðan og á mikilvægi þess að skoða raunverulegar þarfir okkar og langanir hér og nú og aðgreina þær frá þörfum og löngunum liðinna tíma.
Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér gamla og nýja hluti, oft ofgnótt af hlutum – og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd.