Matarhátíð Reykjavíkur, Reykjavik food Festival á laugardag
Matarhátíðin Reykjavík Food Festival, Matarhátíð Reykjavíkur, verður haldin nú á laugardaginn 14. september á Skólavörðustíg frá kl. 14:00-17:00. Ágóði af miðasölu hátíðarinnar rennur til barnamenningarmiðlunar Nýlistasafnsins og Einhverfusamtakanna.
Laugardaginn 14 september kl. 13.00 í Háskólabíó verður sérsýning í samstarfi við Einhverfusamtökin á myndina Angry Birds 2. Á þessari sýningu verður lítið ljós í salnum, lægra hljóð og bíóið er eingöngu opið fyrir þessa sýningu. Sýningin hentar vel fyrir þá sem eru ljós-, hávaða- eða lyktarnæmir.
PECS Myndrænt boðskiptakerfi, grunnnámskeið í október 2019
Myndræna boðskiptakerfið PECS (Picture Exchange Communication System) er óhefðbundin boðskiptaleið þróuð af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu. Aðaláherslan í PECS er að þjálfa frumkvæði til að hafa boðskipti við aðra.