Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.
2. apríl er alþjóðadagur einhverfu og munu Einhverfusamtökin efna til listviðburðar af því tilefni.
Leitum við að einhverfu fólki, 18 ára og eldri, í listum og skapandi greinum til að taka þátt í verkefninu. Ætlunin er að kynna listafólk og verk þeirra á vefmiðlum í mars og efna svo til sýningar fy…
Einhverfusamtökin óska félagsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða.
Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá 21. desember en hægt er að senda tölvupóst á netfangið einhverfa@einhverfa.is ef þörf er á og við munum hafa samband. Við opnum aftur 3. janúar 2025.
Greining á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna einhverfa og tillögur til úrbóta
Komin er út skýrsla starfshóps heilbrigðisráðuneytis um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna einhverfa og tillögur til úrbóta. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi.............
Félagsþjónusta og önnur þjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.
Einhverfusamtökin boða til fundar á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, fimmtudaginn 14. nóv. Kl. 13-15. Óskum við eftir þátttöku fullorðinna einhverfra.
Tilgangur fundarins er að safna upplýsingum fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um hvaða þjónusta stendur fullorðnum einhverfum til boða og hvernig hægt er að koma betur til móts við þarfir hópsins.
Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna
Neyðarástand í skólamálum einhverfra barna.
Í fréttum í september var fjallað um 11 börn sem var synjað um inngöngu í Klettaskóla og var m.a. viðtal við móður einhverfs drengs.
Í ljósi þess vilja Einhverfusamtökin vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í skólamálum einhverfra barna. Ár eftir ár hafa verið slegin met hjá Reykjavíkurborg í að synja einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Undanfarin ár hefur 30-38 einhverfum börnum verið synjað um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum vegna plássleysis.
Fræðslustarfið hjá Einhverfusamtökunum fer vel af stað þetta haustið
Það sem af er hausti hefur fræðsluteymi Einhverfusamtakanna farið með fræðslu inn í náms- og starfsráðgjöf HR, í Auðarskóla í Búðardal fyrir kennara og starfsfólk leikskóla og grunnskóla, í Lækjarskóla í Hafnarfirði, í Kvíslarskóla í Mosfellsbæ fyrir stuðningsfulltrúa og kennar og í MR fyrir kennara…
Skrifstofan Einhverfusamtakanna lokuð frá 26. ágúst til og með 5. september.
Skrifstofan Einhverfusamtakanna verður lokuð frá 26. ágúst til og með 5. september. Ef þörf er á er hægt að senda póst á einhverfa@einhverfa.is eða hringja í síma 8621590 og við munum hafa samband.
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hlauparar geta sótt boli á skrifstofu Einhverfusamtakanna að Háaleitisbraut 13, 2.hæð, á miðvikudögum og föstudögum fram að hlaupi. Ef fólk kemst ekki á þeim tíma þá um að gera að hafa samband og við finnum lausn. Hlauparar utan af landi geta fengið bo…