Fréttir

Skrifstofan lokuð í dag, miðvikudaginn 5. febrúar.

Skrifstofa Einhverfusamtakanna er lokuð í dag vegna veikina.
Lesa fréttina Skrifstofan lokuð í dag, miðvikudaginn 5. febrúar.

Foreldrakaffið frestast um viku vegna veðurspár.

Við höfum ákveðið að fresta foreldrakaffinu sem átti að vera í kvöld um viku. Sjáumst á miðvikudagskvöldið12. febrúar klukkan 20:00 á Háaleitisbraut 13. Ásdís Bergþórsdóttir sálfræðingur mun mæta og ræða við okkur um skjánotkun og skjáfíkn.
Lesa fréttina Foreldrakaffið frestast um viku vegna veðurspár.

Ályktun vegna fyrirhugaðs kennaraverkfalls

Umhyggja, Þroskahjálp - Landssamtökin Þroskahjálp, Einhverfusamtökin, Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð ses. og ÖBÍ réttindasamtök hafa sent frá sér ályktun um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands. Með ályktuninni vilja samtökin standa vörð um réttindi fatlaðra barna og leggja áherslu á skyldur sveitarfélaga að þjónustu viðkomandi börn og fjölskyldur þeirra í hvívetna.
Lesa fréttina Ályktun vegna fyrirhugaðs kennaraverkfalls

Líðan og lífsgæði ungs fatlaðs fólks og reynsla þess af þjónustu

Rannsakendur í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri leita að ungu fötluðu fólki á aldrinum 18-25 ára til þátttöku í rýnihópi í febrúar......
Lesa fréttina Líðan og lífsgæði ungs fatlaðs fólks og reynsla þess af þjónustu
Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.

Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.

2. apríl er alþjóðadagur einhverfu og munu Einhverfusamtökin efna til listviðburðar af því tilefni. Leitum við að einhverfu fólki, 18 ára og eldri, í listum og skapandi greinum til að taka þátt í verkefninu. Ætlunin er að kynna listafólk og verk þeirra á vefmiðlum í mars og efna svo til sýningar fy…
Lesa fréttina Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.
Jólakveðja frá Einhverfusamtökunum

Jólakveðja frá Einhverfusamtökunum

Einhverfusamtökin óska félagsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá 21. desember en hægt er að senda tölvupóst á netfangið einhverfa@einhverfa.is ef þörf er á og við munum hafa samband. Við opnum aftur 3. janúar 2025.
Lesa fréttina Jólakveðja frá Einhverfusamtökunum
Greining á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna einhverfa og tillögur til úrbóta

Greining á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna einhverfa og tillögur til úrbóta

Komin er út skýrsla starfshóps heilbrigðisráðuneytis um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna einhverfa og tillögur til úrbóta. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi.............
Lesa fréttina Greining á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna einhverfa og tillögur til úrbóta

Skrifstofan lokuð föstudaginn 8. nóvember vegna vinnufundar.

Skrifstofa Einhverfusamtakanna verður lokuð föstudaginn 8. nóvember vegna vinnufundar.
Lesa fréttina Skrifstofan lokuð föstudaginn 8. nóvember vegna vinnufundar.

Félagsþjónusta og önnur þjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.

Einhverfusamtökin boða til fundar á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, fimmtudaginn 14. nóv. Kl. 13-15. Óskum við eftir þátttöku fullorðinna einhverfra. Tilgangur fundarins er að safna upplýsingum fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um hvaða þjónusta stendur fullorðnum einhverfum til boða og hvernig hægt er að koma betur til móts við þarfir hópsins.
Lesa fréttina Félagsþjónusta og önnur þjónusta fyrir einhverft fólk, 18 ára og eldri.

Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna

Neyðarástand í skólamálum einhverfra barna. Í fréttum í september var fjallað um 11 börn sem var synjað um inngöngu í Klettaskóla og var m.a. viðtal við móður einhverfs drengs. Í ljósi þess vilja Einhverfusamtökin vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í skólamálum einhverfra barna. Ár eftir ár hafa verið slegin met hjá Reykjavíkurborg í að synja einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Undanfarin ár hefur 30-38 einhverfum börnum verið synjað um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum vegna plássleysis.
Lesa fréttina Fréttatilkynning frá stjórn Einhverfusamtakanna vegna skólamála einhverfra barna