ADHD

Ráðstefnan Lífsins ganga með ADHD 25. og 26. október 2013

á Grand hótel Reykjavík 

ADHD samtökin fagna á þessu ári 25 ára afmæli.

Af því tilefni verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu sem ber heitið Lífsins ganga með ADHD. Þar verður farið yfir ýmsar birtingarmyndir ADHD á mismunandi æviskeiðum og þær áskoranir sem þeim fylgja. 

Ráðstefnan er ætluð foreldrum barna með ADHD, fullorðnum með ADHD, fagfólki í skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu og öðru áhugafólki um ADHD.

Fjölmargir erlendir og innlendir fyrirlesarar munu þar greina frá því nýjasta og helsta er varðar röskunina, birtingamyndir og meðferðarúrræði.

Sjá nánar á www.adhd.is