Alþjóðlegur dagur einhverfu, 2. apríl

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska þá minnum við á að alþjóðlegur dagur einhverfu, 2. apríl, er á föstudaginn langa.

Í ár hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að leggja áherslu á aukin atvinnutækifæri fyrir fólk á einhverfurófi og hvetja þjóðir til að huga að því í þeirri uppbyggingu sem þörf er á í atvinnumálum í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Vegna faraldursins hafa mörg fyrirtæki þurft að horfa út fyrir kassann og aðalaga starfsemi sína að breyttum aðstæðum, m.a. með því að auka fjarvinnu starfsmanna. Það er vonandi að þessi þróun verði til þess að opna augu fyrirtækja fyrir mikilvægi þess að hafa störf sveigjanleg og auðvelda öllum aðgengi að störfum við hæfi.

Þann 8. apríl verða Sameinuðu þjóðirnar með viðburð á netinu í tilefni af alþjóðlega deginum, þar sem einhverfir ræða m.a. þær áskoranir sem hafa mætt þeim þegar kemur að vinnumarkaðinum og þau tækifæri sem þeir sjá við þá breytingu sem orðið hefur á undanförnum mánuðum:

Inclusion in the Workplace: Challenges and Opportunities in a

Post-Pandemic World.

 

Nánari upplýsingar eru á slóðinni hér að neðan.

https://www.un.org/en/observances/autism-day