Ályktun vegna fyrirhugaðs kennaraverkfalls

Umhyggja, Þroskahjálp - Landssamtökin Þroskahjálp, Einhverfusamtökin, Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð ses. og ÖBÍ réttindasamtök hafa sent frá sér ályktun um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands.
Með ályktuninni vilja samtökin standa vörð um réttindi fatlaðra barna og leggja áherslu á skyldur sveitarfélaga að þjónustu viðkomandi börn og fjölskyldur þeirra í hvívetna.