Laugardaginn 14 september kl. 13.00 í Háskólabíó verður sérsýning í samstarfi við Einhverfusamtökin á myndina Angry Birds 2.
Á þessari sýningu verður lítið ljós í salnum, lægra hljóð og bíóið er eingöngu opið fyrir þessa sýningu. Sýningin hentar vel fyrir þá sem eru ljós-, hávaða- eða lyktarnæmir.
Allir borga barnaverð.
Miðasalan verður á staðnum.
Hér er slóð á félagshæfnisögu sem Háskólabíó bjó til ef þið þurfið á að halda.