Námskeið og vinnusmiðja á Grand Hóteli Reykjavík 3. og 4. júní 2008
Námskeið og vinnusmiðja um samskipti og kynheilbrigði fólks með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi. Fjallað verður um hvernig hægt er að kenna viðeigandi hegðun sem tengist kynímynd og kynlífi. Ennfremur hvernig markviss fræðsla getur hjálpað fólki til að breyta neikvæðri hegðun og efla færni sína í félagslegum samskiptum sem liggja til grundvallar því að vera kynvera. Námskeiðið og vinnusmiðjan fara fram á ensku.
Fyrirlesari er Dr. Isabelle Henault kynfræðingur og sálfræðingur frá Háskólanum í Montreal. Hún hefur sérhæft sig í starfi og rannsóknum sem varða Aspergersheilkenni, með áherslu á kynheilbrigði, kynfræðslu og félagsfærni. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um þetta efni víða um lönd.
Dagskrá
Conference Tuesday June 3 2008
08:30 - 16:00
08:30 - 09:00 Registration
09:00 - 09:10 Welcome address
09:10 - 10:00 Sexual development and Asperger's syndrome profile.
Coffee break
10:30 - 12:00 Sexual behaviors and problem behaviors: the need for intervention
Lunch
13.00 - 14:30 Socio-sexual program: activities and tools
Coffee break
14:45 - 15:45 Socio-sexual program: activities and tools, cond't.
15:45 -16:00 Questions & discussion
Workshop Wednesday June 4 2008
09:00 - 16:00
09:00 - 10:00 Socio-sexual program: workshop and activities
Coffee break
10:30 - 12:00 Socio-sexual program: workshop and activities, cond't.
Lunch
13.00 - 14:30 Specialized material (videos, role-playing, questionnaires, etc.)
Coffee break
14:45 - 15:45 Group workshop on sex education topics
15:45 - 16:00 Questions & discussion
Mælt er með að þátttakendur kaupi bókina Aperger´s Syndrome and Sexuality - from adolescence through adulthood, eftir Isabelle Henault. Hægt að panta hana hér: http://www.jkp.com/catalogue/book.php/isbn/9781843101895
Þátttökugjöld · Námskeið: 14.000 fagfólk og 7.000 foreldrar. · Námskeið og vinnusmiðja: 24.000
Hádegisverður og kaffiveitingar innifalið í þátttökugjaldi
Skráningu lýkur 28. maí. Skráning og upplýsingar á http://www.greining.is/