Út er komin "BÓKIN UM EINHVERFU, spurt og svarað".
Bókina gefur Umsjónarfélag einhverfra út í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Eintak af bókinni er nú á leið til allra félagsmanna sem afmælisgjöf félagsins. Félagið mun framvegis gefa foreldrum allra nýgreindra einstaklinga með einhverfu eintak af bókinni.
Í næstu viku verður eintak af bókinni komið í bókaverslanir, en Grænahúsið sér um útgáfu, dreifingu og sölu á bókinni. www.graenahusid.is
Vandað hefur verið til útgáfu þessarrar bókar. Bókin er þýðing og staðfæring á bókinni The Autism Book: Answers to Your Most Pressing Questions eftir Jhoanna Robledo og Dawn Ham-Kucharski, en Jhoanna hefur skrifað mikið um heilbrigðismál en Dawn er móðir einhverfs barns. Um þýðingu og staðfæringur sáu Eiríkur Þorláksson, sem er foreldri einhverfrar stúlku og fyrrverandi formaður Umsjónarfélags einhverfra og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Í staðfæringu bókarinnar er fjallað um íslenska lagaumgerð, þjónustuaðila á íslandi og íslenskt skólakerfi svo fátt eitt sé nefnt. Græna húsið hefur síðan haft yfirumsjón með verkefninu. Hér er sýnishorn úr bókinni.
Umsjónarfélag þakkar styrktaraðilum bókarninnar; Glitni, Lionsklúbbnum Tý, Öryrkjabandalagi Íslands, Fjármálaráðuneytinu og Þýðingarsjóði ómetanleg styrktarframlög, án þeirra hefði útgáfa bókarinnar verið óframkvæmanleg.
Það er von stjórnar Umsjónarfélags einhverfra að bók þessi nýtist sem flestum. Bókin er lokapunktur á góðu 30 ára afmælisári. Okkur þætti vænt um að fá að heyra skoðanir ykkar á bókinni í athugasemdum hér að neðan og láta þær heyrast sem víðast.
F.h. stjórnar Umsjónarfélags einhverfra.
Hjörtur Grétarsson, formaður.