Bolir Einhverfusamtakanna fyrir Reykjavíkurmaraþon

Nóg er til af stuttermabolum hjá Einhverfusamtökunum. Gefum við hlaupurum boli en aðrir áhugasamir geta keypt þá á skrifstofu samtakanna. Bolirnir eru úr góðu dri fit efni.  Eru þeir með fallegu regnboga-eilífðartákni og hannaðir af Auði Ákadóttur og Steingerði Lóu Gunnarsdóttur. Einnig seljum við hettupeysur með sömu merkingu.
 
Hvetjum við hlaupara til að hlaupa til styrktar Einhverfusamtökunum og vini og vandamenn til að styrkja samtökin á síðunni Hlaupastyrkur  https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=396