CAT-kassinn og CAT-appið - námskeið

CAT-kassinn og CAT-appið 

 
Námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi,  Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík 
föstudaginn 28. september 2018, kl. 9:00-15:30 
Fræðsla um notkun CAT-kassans  Myndbönd með dæmum um notkun  Þjálfun í að nota gögn CAT-kassans Kynning á CAT-vef appinu. 
Kennarar: Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi.
 
CAT-kassinn kom út í íslenskri þýðingu þeirra tveggja í júní 2005. Hægt er að panta CAT-kassann af heimasíðu CAT: www.cat-kit.com. Áskrift að CAT-appinu er í gegnum heimasíðu CAT.  
 
Námskeiðsgjald: kr. 25.000. Afsláttur er veittur til foreldra einhverfra barna. Innifalið: Léttur hádegisverður, kaffi og meðlæti, námskeiðgögn. 
 
Skráning: asgol@icloud.com eða sighjart@ismennt.is    Við skráningu þarf að taka fram nafn, kennitölu og heimilisfang greiðanda. Einnig er gagnlegt að þátttakendur taki fram hvar þeir starfa. Skráning þarf að fara fram sem fyrst, í siðasta lagi viku fyrir námskeið. Greiðsluseðlar verða sendir nokkrum dögum fyrir námskeiðið. 
 
CAT-kassinn (Cognitive Affective Training) Hugræn tilfinningaleg þjálfun 
CAT-kassinn er sérstaklega þróaður til að auðvelda samræður við börn og ungmenni. Markmiðið með notkun CAT-kassans er að styðja samræður við börn og ungmenni  frá 6 ára aldri sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig beint um tilfinningar, hugsanir og upplifanir. Bæði foreldrar og fagfólk geta notað CAT-kassann á áhrifaríkan hátt í daglegum samræðum við börn. Notkun CAT-kassans hvetur bæði börn og fullorðna til umhugsunar meðan samtalið á sér stað og lifandi útlit CATgagnanna virkar hvetjandi á samræðurnar. CAT-kassinn er upphaflega þróaður til að styðja samtöl við börn með raskanir á einhverfurófi. Reynslan hefur síðan leitt í ljós að börn með eðlilegan þroska sem eiga í ýmsum erfiðleikum geta einnig haft gagn af CAT-kassanum. CAT-kassinn er einstakur að gerð. Hann er hvorki spil né próf, þó svo hægt sé að nota hann til að athuga sjálfsupplifun og sjálfsmynd barna. CAT-kassinn er einfaldlega tæki til notkunar í samræðum, samsett af fjölda gagna sem hægt er að nota hvert í sínu lagi eða fleiri saman.