Dagsverk Auðar veitti þann 17. desember Umsjónarfélagi einhverfra styrk til að halda áfram með sumarstarf fyrir unglinga. Dagsverk Auðar er samfélagsverkefni starfsmanna Auðar Capital. Það felst í því að starfsmenn gefa andvirði launa sinna í einn dag á ári í verðugt málefni. Ennfremur vinna allir starfsmenn Auðar sem nemur einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Styrkúthlutanir fara fram í júní og desember ár hvert. Að þessu sinni sóttu 10 góðgerðar og stuðningssamtök um fjárstyrk. Umsjónafélageinhverfra hlaut styrkinn að þessu sinni. Í umsögn úthlutunarnefndar sem skipuð er þremur starfsmönnum Auðar kom meðal annars fram að skynsamleg nýting fjármuna, skýr markmið og fagleg vinnubrögð hefðu haft úrslitaáhrif við val á styrkþega. Við þökkum starfsmönnum Auðar Capital HF kærlega fyrir veittan styrk.