Opinn fræðslufundur Umsjónarfélagi einhverfra
í samvinnu við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Austurlandi
laugardaginn 20. nóvember
FUNDAREFNI: Önnur skynjun – ólík veröld: Líf fólks á litrófi einhverfu
Jarþrúður Þórhallsdóttir fötlunarfræðingur og einhverfuráðgjafi segir frá meistararannsókn sinni Önnur skynjun – ólík veröld: Líf fólks á litrófi einhverfu. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk á einhverfurófi, þar sem spurt var út í lífshlaup þess. Sérstök áhersla var lögð á skynjun og skynúrvinnslu þátttakenda og áhrif hennar á daglegt líf. Skólaganga, þýðing greiningar inn á einhverfuróf og sjálfsskilningur var einnig sérstaklega skoðað.
Einnig verður kynning á starfsemi Umsjónarfélags einhverfra.
Fundartími: Laugardaginn 20. nóvember, klukkan 13:00-15:00 ( Ef flugfært er).
Fundarstaður: Egilsstaðaskóli, Tjarnarlöndum 11, Egilsstöðum.
Í framhaldi af fundinum verður foreldraspjall frá klukkan 15:00 til 17:00 og er ætlunin að stofna foreldrahóp/hópa fyrir Austurland.
Fundurinn er öllum opinn.