Einhverfusamtökin fengu nýlega mjög kærkomna beiðni um fræðslu til fagfólks hjá SÁÁ varðandi nálgun gagnvart okkar hópi, aðallega þá samskipti og það hvernig meðferðin hjá þeim (svo sem hópmeðferðaformið) nýtist okkar taugatýpu, bæði á Vogi og í ungmennastarfi.
Fræðsluefnið var meðal annars unnið í samráði við einhverft fólk sem hefur nýtt sér þjónustu SÁÁ og kom með mjög gagnlegt innlegg í vinnuna.
Við þökkum kærlega fyrir mjög góðar móttökur af hálfu starfsfólksins sem sat fræðsluna og treystum því að hér hafi verið stigið fyrsta skrefið af mörgum í því að bæta aðgengi einhverfra í áfengis- og vímuefnameðferð.