Stjórn Einhverfusamtakanna auglýsir nú eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að vera tilnefnd í málefnahópa ÖBÍ. Hver málefnahópur ákveður innbyrðis hvernig innra starf hópsins verður útfært, hvenær hann fundar og hvað nákvæmlega verður tekið fyrir. Þau sem eru á einhverfurófinu eru sérstaklega hvött til þess að bjóða sig fram. Hér má lesa nánar um málefnahópa ÖBÍ
Þessir málefnahópar starfa nú innan ÖBÍ:
* Aðgengishópur
* Atvinnu- og menntahópur
* Barnamálahópur
* Heilbrigðishópur
* Húsnæðishópur
* Kjarahópur
Einhverfusamtökin hyggjast senda stjórn ÖBÍ tilnefningu fyrir hvern málefnahóp. Stjórn ÖBÍ skipar svo í hópana til tveggja ára í senn út frá tilnefningum frá öllum aðildarfélögum sínum.
Einhverfusamtökin geta ekki tryggt að einhver verði fyrir valinu. ÖBÍ hefur undanfarið tekið að sér að greiða símakostnað, allt að 5.000 kr. á mánuði (gæti breyst), vegna setu í málefnahópum sínum.
Þau sem hafa áhuga mega senda neðangreindar upplýsingar til skrifstofu samtakanna með tölvupósti á einhverfa@einhverfa.is fyrir lok 15. september 2023, eða koma henni til skrifstofu Einhverfusamtakanna með öðrum hætti fyrir lok þess dags. Fyrirspurnir um ferlið og annað tengt málefnahópunum má einnig senda á sama netfang eða með því að hringja í síma 562-1590.
* Nafn viðkomandi
* Kennitala
* Heimilisfang
* Símanúmer
* Netfang
* Hvaða málefnahópi viðkomandi sækist eftir setu í
* Almenna kynningu um viðkomandi (að hámarki eina A4 bls) þar sem lýst er áhuga viðkomandi á sviði málefnahópsins og þeirri þekkingu/reynslu sem viðkomandi býr yfir sem gæti gagnast í starfi hópsins.