Einhverfusamtökin hafa nú fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla í samræmi við nr. 110 25. júní 2021 um slík félög sem tókum gildi á síðasta ári.
Skráning Einhverfusamtakanna á almannaheillafélagaskrá (hluti af fyrirtækjaskrá) og einnig á almannaheillaskrá Skattsins opnar fyrir að gjöfum einstaklinga og fyrirtækja til samtakanna fylgi afsláttur á skattgreiðslum stuðningsaðilanna sjálfra. Fyrir einstaklinga gildir þetta fyrir gjafir frá kr. 10.000 og upp í kr. 350.000. Fyrirtæki geta veitt gjafir fyrir allt að 1,5% af rekstrartekjum ársins.
Einhverfusamtökin munu taka saman lista yfir árelga styrki frá styrktaraðilum og senda skattayfirvöldum og ætti skattaafslátturinn því að færast sjálfkrafa á skattskýrslu viðkomandi einstaklinga.
Hafi fólk áhuga á að styrkja samtökin þá eru hér bankaupplýsingar:
Banki: 0334 Hb: 26 Reikningur: 2204 Kennitala: 700179-0289