Í dag náðum við þeim merka áfanga að félagar í Einhverfusamtökunum urðu þúsund talsins. Viljum við þakka þeim sem brugðust við beiðni okkar um að skrá sig í samtökin þar sem fjöldinn gerir okkur sýnilegri í stjórnkerfinu og líklegri til þess að ná fram þeim breytingum sem við höfum barist fyrir. Þetta markmið hefði auðvitað ekki náðst ef ekki væri fyrir allt það fólk sem hefur starfað með samtökunum í gegnum tíðina og vil ég þakka þeim sérstaklega.
Með kæru þakklæti, Svavar Kjarrval, formaður Einhverfusamtakanna fta.