Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.

2. apríl er alþjóðadagur einhverfu og munu Einhverfusamtökin efna til listviðburðar af því tilefni.

Leitum við að einhverfu fólki, 18 ára og eldri, í listum og skapandi greinum. Ætlunin er að kynna listafólk og verk þeirra á vefmiðlum í mars og efna svo til sýningar í Hamrinum í Hafnarfirði 1. - 2. apríl.

 

Yfirskrift verkefnisins „Marglitur mars“

Hugmyndin að baki verkefninu byggir á fjölbreytileika einhverfurófsins og þeirri margbreytilegu listsköpun og frumleika sem þar er að finna. Því verður leitast við að ná til fjölbreytts hóps listafólks og skapandi einstaklinga á einhverfurófi og leyfa verkum þeirra að tala.

Í þátttökunni felst að:

- leggja til verk og/eða koma fram á listsýningunni helgina 1. - 2. apríl næstkomandi og

- leyfa okkur að kynna þig og list þína í máli og myndum í marsmánuði, í samstarfi við kynningarteymi okkar.

Einhverfusamtökin munu kosta gerð kynningarefnis og aðstoða við uppsetningu sýningarinnar.

Gerum við ráð fyrir að 20-25 manns geti tekið þátt og munum við horfa í fjölbreytileikann við val á þátttakendum.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta sent tölvupóst á netfangið margliturmars@gmail.com og munum við hafa samband.