Margrét Oddný Leópoldsdóttir flutti erindið „Mörk einhverfra - kynheilbrigði“ á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í maí 2024, en yfirskrift ráðstefnunnar var: „Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski – Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára“ Fjallaði hún þar um mörk einhverfra, bæði almennt og í tenglsum við kynheilbrigði. Myndband með erindinu er nú komið á vefinn, sjá hér.