Ágætu foreldrar.
Umsjónarfélagið hvetur ykkur, sem eigið börn sem eru 6 ára og yngri, til þess að taka þátt í Evrópskri spurningakönnun. Nánari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.
Við bjóðum foreldrum barna sem eru 6 ára og yngri til þess að taka þátt í fyrstu evrópsku könuninni á íhlutun sem ung börn með einhverfu njóta.
Könunin er hluti af samstarfsverkefni sem nær til 22 landa í Evrópu.* Markmiðið er að stuðla að samstarfi á sviði rannsókna sem lúta að ungum börnum með einhverfu.
Tilgangur þessarar spurningakönnunar er að öðlast betri þekkingu á þeirri kennslu og þjálfun sem börn í Evrópu hafa aðgang að og njóta. Þessi upplýsingaöflun og samanburður á milli landa er mikilvægur grunnur fyrir frekari rannsóknir og stefnumörkun um þjónustu á þessu sviði.
Foreldrar barna með einhverfurófsröskun, sem eru 6 ára og yngri, verða beðnir um að svara stuttri spurningakönnun á netinu á tímibilinu frá 15. september 2012 til 15. október 2012. Það tekur 10 til 15 mínútur að svara könnuninni.
Spurt verður um þá íhlutun, þjálfun og kennslu sem barnið hefur fengið síðustu sex mánuðina. Þetta felur í sér þjónustu sem ýmsir sérfræðingar veita, eins og talmeinafræðingar, einnig þjónustu í leikskóla, lyfjameðferð og óhefðbundnar meðferðarleiðir.
Sigríður Lóa Jónsdóttur sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins veitir frekari upplýsinga er óskað er (
sigridurloa@greining.is; sími: 510 8400).
Vinsamlega smelltu á slóðina hér fyrir neðan til þess að svara könnuninni.
Takk fyrir!
* Verkefnið fellur undir svokallaða COST-ESSEA áætlun (European Cooperation in Science and Technology - Enhancing the Scientific Study of Early Autism) sem styrkt er af Evrópska vísindaráðinu.