Fá allir að sitja við sama borð?
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Hver er afstaða framboða til Alþingis?
Hilton Reykjavík Nordica, A salur
miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) býður til opins fundar með fulltrúum framboða til Alþingiskosninga í apríl 2013. Rætt verður um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem mannréttindasáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.
Framsöguerindi
Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ
Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Fulltrúar framboða á landsvísu sitja fyrir svörum frá
Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands
Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar
Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands
Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson
Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar
Táknmáls- og rittúlkun í boði
Allir velkomnir!