Farsímar – snjallsímar – iPad
stuðningstæki í daglegu lífi.
Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur (FFA) í samvinnu við TMF Tölvumiðstöð stendur fyrir kynningu mánudaginn 28. mars kl. 20:00 nk. að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Sigrún Jóhannsdóttir og Hrönn Birgisdóttir frá TMF kynna hvernig venjulegir farsímar, snjallsímar og iPad geta verið stuðningstæki í daglegu lífi. Farsímann má m.a. nota sem minnis- og skipulagstæki. Hægt er að nota myndir, texta og tal. Í iPad er m.a. hægt að búa til félagshæfnisögur, tjáskiptatöflur o.fl.
Kynningin er ókeypis og öllum opin
FFA Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur TMF Tölvumiðstöð
Tækni – Miðlun - Færni