Akureyri:
Foreldrahópur á Akureyri ætlar að hittast þriðjudagskvöldið 10. apríl klukkan 20.00 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi við Mýrarveg. Athugið að í þetta skipti er það þriðjudagur en ekki mánudagur eins og venjulega.
Reykjavík:
Hópur foreldra barna með Aspergersheilkenni/ ódæmigerða einhverfu mun hittast miðvikudagskvöldið 11. apríl klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4. hæð.
Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittast miðvikudagskvöldið 11. apríl klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, fundarherbergi 4. hæð.
Vestmannaeyjar:
Einhugur, foreldrar Eyjabarna á einhverfurófi, ætla að hittast miðvikudaginn 11. apríl í heimahúsi. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 698 5510 eða sentið tölvupóst á gudrun@vestmannaeyjar.is . Upplýsingar koma einnig inn á http://einhugur.blog.is og facebook síðuna Einhugur foreldrafélag.
Allir eru velkomnir í hópastarfið. Ekki þarf að tilkynna þátttöku.