Stefnt er að því að hittast einu sinni í mánuði.
Þessir fundir eru mjög óformlegir og byggjast upp á spjalli, við gefum hvort öðru ráð, deilum reynslu okkar að því að eiga barn með einhverfu, pústum og höfum líka gaman. Ég hvet eindregið foreldra nýgreindra barna með einhverfu til að mæta.
Elva Haraldsdóttir sérkennsluráðgjafi hjá Akureyrarbæ mun koma á fyrsta fundinn og gefa okkur góð ráð og svara spurningum.
Hlakka til að hitta ykkur, ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við mig í síma 896 3256
kv Sif Sig