Fræðslustarfið hjá Einhverfusamtökunum fer vel af stað þetta haustið

Sigrún Ósk og Margrét Oddný
Sigrún Ósk og Margrét Oddný

Það sem af er hausti hefur fræðsluteymi Einhverfusamtakanna farið með fræðslu inn í náms- og starfsráðgjöf HR, í Auðarskóla í Búðardal fyrir kennara og starfsfólk leikskóla og grunnskóla, í Lækjarskóla í Hafnarfirði, í Kvíslarskóla í Mosfellsbæ fyrir stuðningsfulltrúa og kennar og í MR fyrir kennara og starfsfólk. Margrét Oddný Leópoldsdóttir hefur farið fyrir teyminu og er mikil ánægja með hennar fyrirlestra. Starfsfólk er mjög áhugasamt og mikið spurt og spjallað að loknum fyrirlestri. Þökkum við kærlega þær móttökur sem við höfum fengið í skólum.