Einhverfusamtökin standa um þessar mundir að fræðsluátaki.
Einkunarorð átaksins eru: Virðing - Samþykki - Þátttaka.
Í þessum fyrsta áfanga er skólaumhverfi barna og ungmenna í brennidepli. Markmiðið er að upplýsa, fræða og vinna gegn fordómum. Unnið er að gerð myndefnis og lesefnis. Styrktaraðilar verkefnisins eru Sorpa, Öryrkjabandalag Íslands og Velferðarráðuneytið.
Hér er slóð á fyrsta myndbandið en þar er rætt við Alexander Birgir Björnsson https://vimeo.com/162953833