Fræðslufundur 21. október 2009

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FUNDAREFNI:

Baráttan fyrir börnin

Karen Ralston mun fjalla um bók sína „Baráttan fyrir Börnin". Af hverju hún skrifar bók um einhverfu. Hvað reyndist vel í meðferð sona hennar, t.d. breytt mataræði, atferlisþjálfun, bætiefni ofl.

Sonur hennar, Nikulás Árni sem greindur var með einhverfu 4. ára segir frá reynslu sinni og upplifun á því að vera með einhverfu. Nikulás er í dag 16 ára og er að klára 10. bekk án stuðnings eða sérkennslu.

Fjölbreytt mataræði og hollusta

Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi mun fjalla um mikilvægi hollustu og fjölbreytni í mataræði og hvað þarf að hafa í huga þegar verulegar breytingar eru gerðar á mataræði. (Glærur komnar inn undir liðnum "Glærur frá fræðslufundum)

Fundartími: Miðvikudaginn 21. október, klukkan 20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.