Fræðslufundur 23. febrúar

Opinn fræðslufundur Umsjónarfélags einhverfra Fimmtudaginn 23. febrúar 2012

Fundarefni:
Breytt landslag einhverfu á Íslandi

Hækkandi algengi einhverfurófsraskana og afleiðingar fyrir þjónustukerfið og notendur

Sagt verður frá rannsóknum á algengi einhverfu og einhverfurófsraskana á Íslandi og annars staðar í heiminum og skoðað hvernig hækkandi algengi hefur áhrif á samsetningu hópsins sem fær greiningu. Hækkandi algengi hér á landi er bein afleiðing aukinnar þekkingar á þessu sviði og hvernig þjónustukerfið hefur brugðist við með auknum fjölda tilvísana. Vísbendingar eru um að til sé að verða nýr „landamærahópur“ sem hrekst um í kerfinu.

Fyrirlesari: Dr. Evald Sæmundsen sálfræðingur, sviðsstjóri á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Fundartími: Fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 20-22. Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, salur á 4. hæð.

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér stöðu mála.

Fundurinn er öllum opinn.