Opinn fræðslufundur hjá
Umsjónarfélagi einhverfra
FUNDAREFNI:
Aðferðir við þjálfun og kennslu barna með einhverfu í grunnskólum
Fyrirlesari: Guðný Stefánsdóttir, þroskaþjálfi og ráðgjafi í atferlismeðferð.
Fjallað verður um aðferðir við þjálfun og kennslu barna með einhverfu í fyrstu bekkjum grunnskóla. Kynnt verður meistaraprófsrannsókn þar sem aflað var upplýsinga um hvaða aðferðir væru notaðar við kennslu og þjálfun barna með einhverfu í 1. bekk grunnskóla. Farið verður yfir hversu sterk vísindaleg rök liggja að baki þeim aðferðum sem notaðar voru og fyrirkomulag þjálfunar og kennslu.
Fundartími: Miðvikudaginn 25. febrúar,
klukkan 20:00-22:00.
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn.