Í skóla Somu Mukhopadhyay
Opinn fræðslufundur Umsjónarfélags einhverfra Miðvikudaginn 26. janúar 2011
Ásta Birna Ólafsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennari segir frá dvöl sinni í Austin, Texas þar sem hún var í læri hjá Somu Mukhopadhyay í sex mánuði. Eftir heimildarmyndina um Sólskinsdrenginn þyrsti marga í að vita meira um Somu og þá kennsluaðferð sem hún hefur þróað fyrir fólk með einhverfu, RPM eða Rapid Prompting Method. Ásta Birna mun ræða hvers hún varð vísari og svara fyrirspurnum áhugasamra.
Fundartími: Miðvikudaginn 26. janúar, klukkan 20:00-22:00.
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn.