Opinn fræðslufundur hjá
Umsjónarfélagi einhverfra 27. janúar
FUNDAREFNI:
Áhugamál stúlkna með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi
Kynning á niðurstöðum Meistararannsóknar. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í áhugamál stúlkna með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi, hvaða þýðingu áhugamálin hefðu fyrir stúlkurnar og áhrif þeirra á nánasta umhverfi stúlknanna, nám, félagsleg samskipti, sjálfsmynd og líðan.
Fyrirlesari: Laufey I. Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi og einhverfuráðgjafi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Fundartími: Miðvikudaginn 27. janúar, klukkan 20:00.
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Fundurinn er öllum opinn