Þann 18. júní var aðalfundur Einhverfusamtakanna haldinn. Lagabreytingartillögur bárust frá tveimur félagsmönnum og var kosið um þær á fundinum. Eftirfarandi breytingar voru samþykktar á fundinum:
2. grein mun hljóða: Með einhverfum í lögum þessum er átt við einstaklinga innan einhverfurófsins í víðum skilningi.
Fyrir aftan 3. mgr. 6. greinar bætist við: Stjórn félagsins skal miða að því að viðeigandi fjöldi einstaklinga innan einhverfurófsins sé í nefndum og starfshópum innan félagsins, sem og aðrir aðilar sem eiga einhverfutengdra hagsmuna að gæta hverju sinni, og slíkt hið sama skal gilda um skipanir og tilnefningar út á við að hálfu félagsins.
Aðrar breytingartillögur voru felldar.
Kosið var um þrjú sæti aðalmanna og tvö sæti varamann á fundinum. Sólveig Sigurvinsdóttir var endurkjörin sem aðalmaður og nýjir aðalmenn eru Agnes Braga Bergsdóttir og Laufey Eyþórsdóttir. Þær eru allar kostnar til tveggja ára. Óskar Guðmundsson var kosinn varamaður til tveggja ára en fleiri buðu sig ekki fram svo fundurinn fól stjórn að finna annan varamann. Var það gert strax og féllst Aðalheiður Ármann á að koma inn sem varamaður til eins árs.
Hér má sjá lög samtakanna eftir breytingar.
Hér má finna ársskýrslu stjórnar sem flutt var á fundinum.