Þann 2. júní var aðalfundur Einhverfusamtakanna haldinn. Lagabreytingartillaga barst frá einum félagsmanni og snérist hún um fundarboðun á aðalfund. Kosið var um tillöguna á fundinum og hún samþykkt. Þarf því ekki lengur að senda félagsmönnum fundarboðið í bréfapósti með tilheyrandi kostnaði.
Kosið var um sæti formanns, eitt sæti aðalmanns og eitt sæti varamanns. Inga Aronsdóttir gaf kost á sér sem formaður til tveggja ára og var það samþykkt samhljóða. Svavar Kjarrval var endurkjörinn sem aðalmaður til tveggja ára og Aðalheiður Ármann var endurkjörin sem varamaður til tveggja ára. Engin mótframboð bárust.
Olgeir Jón Þórisson lét af störfum sem formaður samtakanna og þökkum við honum kærlega fyrir samstarfið.
Inga Aronsdóttir móðir þriggja einhverfra barna en ásamt því hefur hún starfað í leikskólum í Kópavogi síðustu tuttugu árin, bæði sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir og sem deildarstjóri. Hún hóf nýverið störf hjá Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöð þar sem hún nýtir sína þekkingu og reynslu til stuðnings við foreldra barna með sérþarfir. Ingu hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir sem fylgja formennsku Einhverfusamtakanna og brennur fyrir því að bæta kjör einhverfra.