Einhverfusamtökin halda opinn fræðslufund um biðlista eftir einhverfugreiningu barna og ungmenna þriðjudaginn 11. nóvember klukkan 20:00.
Á fundinum munu þau Evald Sæmundsen sviðsstjóri rannsóknarsviðs Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Hákon Sigursteinsson deildarstjóri sérfræðiþjónustu þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska og hegðunarstöðvar fjalla um stöðuna eins og hún birtist þeim á þeirra starfsvettvangi.
Fundartími: 11. nóvember klukkan 20:00-22:00
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, fundarsalur á 4. hæð.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér stöðuna. Þeir sem hafa þurft að bíða lengi eftir greiningum barna sinna, endilega mætið og takið þátt í umræðum í lok fundar.
Fundurinn er öllum opinn.