Einhverfusamtökin boða til fundar á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, fimmtudaginn 13. júní klukkan 13:00-15:00. Óskum við eftir þátttöku fullorðinna einhverfra.
Ætlunin er að safna upplýsingum fyrir Heilbrigðisráðuneytið til að hægt sé að betrumbæta geðheilbrigðisþjónustu við einhverft fullorðið fólk.
Á þessum fundi viljum við fá frásagnir einhverfra af samskiptum sínum við geðheilbrigðiskerfið. Þeir sem ekki treysta sér til að koma geta sent fyrir sig fulltrúa eða sent okkur frásagnir á netfangið einhverfa@einhverfa.is Við getum komið þessum frásögnum áfram til ráðuneytisins og tekið út nöfn og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar ef fólk vill.
Við teljum mikilvægt að einhverfir komi sjónarmiðum sýnum á framfæri.
Hér eru dæmi um hvað væri gott að fá upplýsingar um:
-Hvað / hvar er besta þjónusta sem þú hefur fengið ef þú hefur fengið þjónustu á annað borð?
-Hvernig birtast hindranir í þjónustu ?
-Hvernig viltu sjá framtíðarþjónustu fyrir þig?