Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneyti og málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um aðgengi standa fyrir málþinginu „Hvert er förinni heitið?“ um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Þingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík, mánudaginn 27. ágúst 2018 kl. 13:00 – 16:00.
Fjallað verður um hvaða skyldum sveitarfélög gegna í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, með tilliti til ákvæða Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og hvernig fatlað fólk vill sjá þjónustuna. Þá verður fjallað um þær áskoranir sem sveitarfélög standa frammi fyrir, ekki síst í dreifðum byggðum, og hvernig þjónusta er veitt hérlendis og í nágrannaríkjum okkar.
Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á vef ÖBÍ: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hvert-er-forinni-heitid
Málþingið er einnig kynnt á Facebook síðu ÖBÍ: https://www.facebook.com/events/1329501313846993/